EDDA
Sú EDDA sem hér um ræðir er hugbúnaðarkerfi sem á rætur að rekja allt til ársins 1986, er skrifað í forritunarmálinu C undir stýrikerfinu MsDos
og er enn í notkun hjá nokkrum aðilum. Síðasta stýrikerfi Microsoft sem styður Eddu án vandræða er Windows XP, sem nú er búið að úrelda.
Þeir sem enn vilja þráast við og vonast eftir arftaka undir Windows, en vilja þó nota EDDU undir Windows 7 eða Windows 8, eiga nú þann kost
að nota DosBox sem keyrsluumhverfi. Undir uppfærsluflipanum hér að ofan er hægt að sækja þetta umhverfi með sérstakri uppsetningu fyrir Eddu.
Taka ber fram að á þessu er sá ágalli að DosBox styður ekki net eða fjölnotendaumhverfi og því er Edda 'singleuser' í þessu umhverfi og getur ekki ræst
Windows forrit. Til að bæta úr verstu ágöllum er þó búið að þróa sérstakt Windows forrit sem sér um útprentun og staðgreiðsluskil.
Það verður svo að ráðast hvort við þetta verður prjónað eitthvað frekar eða hvort Windows 10 útgáfa Eddu lítur áður dagsins ljós.
- WinEdda
- WinEdda ræsir bæði dosbox útgáfu Eddu og Windows útgáfu sem ávallt þarf að vera í gangi til að útprentun virki.
Ef Windows hafnar að ræsa WinEdda af öryggisástæðum stafar það af því hún er fengin með niðurhali. Þá þarf að hægri smella á WinEdda, velja 'Properties' og smella svo á 'Unblock'.
- Lítill og stór gluggi
- Ef farið er úr Eddu, t.d. með Alt-Tab, til að komast í önnur Windows forrit, er hún skilin eftir í litlum glugga.
Til að breyta aftur yfir í fulla skjáútgáfu af Eddu má nota Alt-Enter eftir að búið er að velja Eddu gluggan.
Þegar farið er út úr Eddu lokast keyrsluglugginn ekki fyrr en skrifað er 'exit'.